Beltapróf hjá TKD deild Hattar

Sunnudaginn 18. mars voru haldin beltapróf í íþróttahúsinu í Fellabæ. Tæplega þrjátíu iðkendur tóku próf og stóðust allir með prýði. Litagleðin hefur aukist meðal iðkenda TKD því nokkrar gular rendur bættust í flóruna, allmörg gul og appelsínugul auk tveggja grænna belta.

Í beltaprófi er armbeygjukeppni og fær sá einstaklingur sem tekur flestar armbeygjur verðlaunagrip. Í þetta skiptið var það Jónas Bragi Hallgrímsson sem tók flestar armbeygjur eða 108.

Verðlaun eru einnig veitt fyrir besta próftakann. Sá aðili er hlítur þau verðlaun er valin út frá tækni, þekkingu og viðhorfum í prófinu sjálfu. Þuríður Nótt Björgvinsdóttir hlaut þessi verðlaun, en þess ber að geta að hún fékk einnig sömu verðlaun í síðasta beltaprófi.

Prófdómari var Írunn Ketilsdóttir.