Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs 2020

Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs verður haldin í Lómatjarnargarði á Egilsstöðum mánudaginn 6. janúar. Þar verður íþróttafólki Hattar ársins 2019 veittar viðurkenningar auk þess sem starfsmerki Hattar verða afhent, lúðrasveitin leikur nokkur lög og að lokum sér Björgunarsveitin á Héraði um glæsilega flugeldasýningu.

Kyndlaganga leggur af stað frá Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum klukkan 17:15 þaðan sem gengið verður inn í Tjarnargarðinn og kveikt í bálkesti klukkan 17:30 um leið og dagskráin hefst þar. Björgunarsveitin selur kyndla við íþróttamiðstöðina fyrir gönguna á 1.000 krónur stykkið.

Styrktaraðilar Þrettándagleðinnar eru Brúnás-Innréttingar, Hitaveita Egilsstaða og Fella og Landsbankinn.