Árni Óla sæmdur gullmerki ÍSÍ

Árni Ólason, Hetti fékk viðurkenningar frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands fyrir vel unnin störf á þingi UÍA á Borgarfirði nýverið.

Árni hefur komið að starfi íþróttahreyfingarinnar á fjölbreyttan hátt á sínum ferli. Hann hefur m.a. sinnt embætti formanns knattspyrnudeildar Hattar allt frá árinu 2003 og þar til nú nýverið, var um árabil landshlutafulltrúi í stjórn Knattspyrnusambands Íslands og einnig hefur hann setið í ríflega áratug í Vinnuhópi ÍSÍ um Ferðasjóð íþróttafélaga, sem er eitt stærsta hagsmunamál hreyfingarinnar – ekki síst fyrir félögin á Austurlandi. Hann var sæmdur gullmerki fyrir störf sín.