Starfsmerki veitt og íþróttamenn Hattar heiðraðir

Þann 6. Janúar fór fram þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar með hefðbundnu sniði. Kyndlaganga lagði af stað kl 17:15 frá íþróttahúsinu og gengið var í Tjarnargarðinn þar sem brenna var tendruð. Áætlað er að um 400 manns hafi komið saman og var veður með besta móti. Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar setti athöfnina. Adda Birna Hjálmarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar Fljótsdalshéraðs flutti stutt erindi. Viðar Sigurjónssón, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri flutti einnig stutt ávarp og afhendi fimleikadeild og knattspyrnudeild Hattar endurnýjun skírteina sem fyrirmyndadeildar ÍSÍ.

Verðlaunaafhending íþróttamanna ársins var kynnt en það var Adda Birna Hjálmarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar Fljótsdalshéraðs ásamt formanni Hattar, Davíð Þór Sigurðarsyni sem sáu um afhendinguna. Er þetta í 30. sinn sem tilfnefndin á íþróttamanni Hattar fer fram. Eftir afhendingu var síðan glæsileg flugeldasýning sem Björgunarsveitin á Héraði sá um að framkvæma og einnig tók Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs nokkur lög.

Starfsmerki Hattar voru veitt í sjötta sinn en þau hljóta einstaklingar sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins til lengri tíma.

Anna Alexandersdóttir en hefur verið virkur þáttakandi í starfi fimleikadeildar og knattspyrnudeildar. Hún sat sem formaður fimleikadeildar í 4 ár.

Björn Kristleifsson var vikur innan starfs Hattar frá árinu 1985 og sat meðal annars sem formaður aðalstjórnar Hattar og formaður köruboltadeildar til margra ára.

Íþróttamaður Hattar árið 2017 er frjálsíþróttakonan, Helga Jóna Svansdóttir.

Helga Jóna er góður íþróttamaður og flott fyrirmynd fyrir aðra iðkendur. Hún mætir vel á æfinga, kemur vel fram, einbeitt og jákvæð. Hún hefur einnig verið að þjálfa yngri iðkendur.
Helga Jóna varð Íslandsmeistari í þrístökki á Meistaramóti Íslands 15-22 ára og bætti sig um rúmlega hálfan metra. Einnig varð hún í öðru sæti í 100m hlaupi og fjórða sæti i langstökki. Helga Jóna keppti í fyrsta sinn á Meistaramóti Íslands í fullorðinsflokki og stóð sig mjög vel þar. Hún varð í 4. sæti í þrístökki, 5. sæti í grindahlaupi og komst í úrslit i langstökki.

Í öðrum greinum voru eftirtaldir einstakilngar fyrir valinu þetta árið.

Fimleikamaður: Katrín Anna Halldórsdóttir

Frjálsíþróttamaður : Helga Jóna Svansdóttir

Knattspyrnumaður : María Jóngerð Gunnlaugsdóttir

Körfuboltamaður : Mirko Stefán Virijevic

Íþróttafélagið Höttur vill þakka eftirtöldum styrktaraðilum fyrir stuðninginn vegna framkvæmdar þrettándagleði 2018, Brúnas – Innréttingar, Landsbankinn og Hitaveita Egilsstaða og Fella.