Í haust skrifuðu 11 stúlkur og einn drengur undir afrekssamning Fimleikadeildar Hattar sem er
samstarfsverkefni íþrótta- og ungmennasamband Austurlands, Menntaskólans á Egilsstöðum og
10.bekkja grunnskóla Fljótsdalshéraðs.
Megin markmið þessa samnings er að vinna að uppbyggingu iðkandans sem íþróttamanns og
einstaklings. Einkunnarorð afrekshópsins eru, heilbrigði, heiðarleiki og dugnaður.
Afrekssamningur er gerður í samvinnu við foreldra og fá iðkendur góða eftirfylgni í námi, fræðslu
og í íþróttagreininni sjálfri. Í samningnum er tekið á þáttum eins og áfengi, vímuefnum,
orkudrykkjum, rafrettum, virkni í daglegu lífi, námi, hegðun og umgegni svo eitthvað sé nefnt.
ÍÂ þessum hóp eru flottar fyrirmyndir sem hafa æft fimleika til margra ára, það er mikilvægt fyrir
fimleikadeild Hattar að eiga slíka fyrirmyndir