Fimleikar

 • Fréttir ( 30 Greinar )
 • Um deildina ( 1 item )

  Fimleikadeild Hattar var stofnuð formlega sem deild innan Hattar árið 1986 en var búin að vera starfandi í tvö ár áður. Stofnendur deildarinnar voru Hólmfríður Jóhannsdóttir og Unnar Vilhjálmsson og voru þau einnig fyrstu þjálfara deildarinnar.

  Þann 21. febrúar 2004 var fimleikadeild Hattar veitt viðurkenning vegna gæðaverkefnis Íþrótta- og ólympíusambands Íslands undir heitinu Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Viðurkenningin til fimleikadeildar Hattar var sú fyrsta sem veitt var á Austurlandi.
   
  Blómlegt starf er í deildinni með 20 þjálfurum og aðstoðaþjálfurum ásamt 200 iðkendum sem eru á aldrinum 4-20 ára. Frá árinu 2007 hafa iðkendur fimleikadeild Hattar æft og keppt í hópfimleikum en fram að því var keppt í almennum fimleikum.

  Fimleikadeild Hattar leggur áherslu á að fimleikar eru fyrir alla og bíður upp á hópa bæði fyrir iðkendur í keppni og fyrir þá sem kjósa fimleika sem hreyfingu.

 • Fyrir iðkendur ( 1 item )
 • Upplýsingar ( 2 Greinar )
You are here