Welcome to the Frontpage
Höttur skrifar undir samning við Altís vegna búnaðarkaupa

Guðjón Ernir íþróttamaður Hattar 2019
Elín Rán og Helgi hljóta starfsmerki Hattar 2019
Elín Rán Björnsdóttir og Helgi Sigurðsson fengu starfsmerki Hattar 2019 fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Starfsmerkin voru afhent á árlegri þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs síðasta mánudag.
Á myndinni má sjá Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, Ástu Dís Helgadóttur sem tók við viðurkenningu fyrir hönd föður síns sem var erlendis, Elín Rán Björnsdóttir og Davíð Þór Sigurðarson, formann Hattar.
Til hamingju Elín og Helgi og takk fyrir ykkar framlag !
Íþróttamenn Hattar 2019 heiðraðir
Íþróttamenn Hattar 2019 voru heiðraðir á árlegri þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs síðasta mánudag.
Þau sem hlutu nafnbótina eru eftirfarandi:
Fimleikamaður Hattar : Jónína Vigdís Hallgrímsdóttir
Frjálsíþróttamaður Hattar : Friðbjörn Árni Sigurðsson
Knattspyrnumaður Hattar : Guðjón Ernir Hrafnkelsson
Körfuboltamaður Hattar : Eysteinn Bjarni Ævarsson
Allt eru þetta glæsilegir fulltrúar Hattar á sínum sviðum og hafa náð frábærum árangri á árinu. Til hamingju með þetta !
Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs 2020
Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs verður haldin í Lómatjarnargarði á Egilsstöðum mánudaginn 6. janúar. Þar verður íþróttafólki Hattar ársins 2019 veittar viðurkenningar auk þess sem starfsmerki Hattar verða afhent, lúðrasveitin leikur nokkur lög og að lokum sér Björgunarsveitin á Héraði um glæsilega flugeldasýningu.
Kyndlaganga leggur af stað frá Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum klukkan 17:15 þaðan sem gengið verður inn í Tjarnargarðinn og kveikt í bálkesti klukkan 17:30 um leið og dagskráin hefst þar. Björgunarsveitin selur kyndla við íþróttamiðstöðina fyrir gönguna á 1.000 krónur stykkið.
Styrktaraðilar Þrettándagleðinnar eru Brúnás-Innréttingar, Hitaveita Egilsstaða og Fella og Landsbankinn.
Tilkynning frá umboðsmönnum Jólasveinanna
Líkt og undanfarin ár taka jólasveinarnir að sér að heimsækja börn á aðfangadagsmorgun. Hægt verður að hitta umboðsmennina á Fljótsdalshéraði laugardaginn 21.desember í Hettunni á Vilhjálmsvelli milli klukkan 16 og 19 og skilja eftir pakka handa þægum börnum.
Verð á pakka er 1000 krónur. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 869 4361.
Afreksthópur fimleikadeildar
Í haust skrifuðu 11 stúlkur og einn drengur undir afrekssamning Fimleikadeildar Hattar sem er
samstarfsverkefni íþrótta- og ungmennasamband Austurlands, Menntaskólans á Egilsstöðum og
10.bekkja grunnskóla Fljótsdalshéraðs.
Megin markmið þessa samnings er að vinna að uppbyggingu iðkandans sem íþróttamanns og
einstaklings. Einkunnarorð afrekshópsins eru, heilbrigði, heiðarleiki og dugnaður.
Afrekssamningur er gerður í samvinnu við foreldra og fá iðkendur góða eftirfylgni í námi, fræðslu
og í íþróttagreininni sjálfri. Í samningnum er tekið á þáttum eins og áfengi, vímuefnum,
orkudrykkjum, rafrettum, virkni í daglegu lífi, námi, hegðun og umgegni svo eitthvað sé nefnt.
ÍÂ þessum hóp eru flottar fyrirmyndir sem hafa æft fimleika til margra ára, það er mikilvægt fyrir
fimleikadeild Hattar að eiga slíka fyrirmyndir
Frjálsar tímatafla veturinn 2019-2020
Æfingar hjá 1. – 4. Bekk eru á þriðjudögum kl. 16:30 – 17:30Â og á laugardögum kl.13:00 – 14:00 í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.
Stefnt er að því að hafa æfingar fyrir 4 – 5 ára krakka í Fellahúsi á mánudögum kl. 16:30 – 17:30
Æfingar hjá 5. Bekk og eldri eru á þriðjudögum kl. 17:30 – 19:00Â og á laugardögum kl. 13:00 – 14:30 í íþróttahúsinu á Egilsstöðum og í sept. verða æfingar úti á fimmtudögum kl. 16:30 – 17:30
Â
Æfingar byrja 3. september n.k. og opnað verður fyrir skráningu í Nóra 26. ágúst.
Körfubolti tímatafla veturinn 2019-2020
- 13 Ágúst 2019
- Davíð Þór Sigurðarson
- Hluti: Körfubolti -
- Fréttir
Opnað verður fyrir skráningar í Nóra 1. september n.k.
Fimleikar tímatafla veturinn 2019-2020
Opið er fyrir skráningar í Nóra til 23. ágúst (eða meðan pláss er til ). Allar upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ÂÂ
Taekwondo tímatafla veturinn 2019-2020
Æfingar í Taekwondo verða þriðjudaga og fimmtudaga í Fellahúsinu.
Hópur 1 : 6 til 11 ára, kl 17:45 til 18:45
Hópur 2 : 12 ára og eldri, kl 18:45 til 20:15
Stefnt er að æfingar byrji þriðjudaginn 3. september og opnað verður í Nóra 25. ágúst n.k.
Blak tímatafla veturinn 2019-2020
Blak fullorðinna verður í boði eins og síðustu ár. Æfingar hjá karlaliði er á þriðjudögum kl 20:30 í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum og konulið er á miðvikudögum kl 19:00 í Fellahúsi.
Stefnt er að byrja æfingar 3. september n.k. og skráningar í Nóra verða opnaðar 1. september.
Knattspyrnu tímatafla veturinn 2019-2020
- 13 Ágúst 2019
- Davíð Þór Sigurðarson
- Hluti: Knattspyrna -
- Fréttir
Æfingar hefjast samkvæmt tímatöflu 26.ágúst. Haustfrí yngri flokka hefst 13.september og stendur til 30.september.
Badminton tímatafla veturinn 2019-2020
Badminton fullorðinna verður með sama fyrirkomulagi og síðasta vetur. Æfingar í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum fimmtudaga kl 21:00 til 22:30 og sunnudaga kl 10:00 til 11:30.
Opnað verður fyrir skráningu iðkenda í Nóra 1. september n.k.
Tímatafla knattspyrnudeildar sumarið 2019
- 10 Júní 2019
- Davíð Þór Sigurðarson
- Hluti: Knattspyrna -
- Fréttir
Dino og Eysteinn áfram
- 08 Maí 2019
- Körfuboltadeild
- Hluti: Körfubolti -
- Fréttir
Undirskrift við leikmenn
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að Dino Stipcic, Eysteinn Bjarni, Brynjar Snær, Sigmar, Ásmundur, Einar Bjarni, Bóas, Vernharður og Vignir skrifuðu undir eins árs samning.Â
Dino mun ásamt því að leika með liðinu verða aðstoðarþjálfari mfl.kk og þjálfa drengjaflokk. Mikill styrkur fyrir okkur að Eysteinn ætli að taka slaginn hér heima en hann kom til baka frá Stjörnunni um síðustu jól.
Kjarni uppaldra leikmanna í Simma, Brynjari og Ása verður áfram og byggt í kringum það. Ungir leikmenn sem munu taka stærra hlutverk skrifuðu einnig undir sem er mikið ánægjuefni.
Nú fer af stað leit af styrkingu í kringum þennan fína kjarna heimamanna.
Áfram Höttur
Aðalfundir Hattar
Allir fundirnir eru haldnir í félagsheimilinu Hettunni við Vilhjálmsvöll.
Deild | Dagsetningar | Klukkan |
Körfuboltadeild | 1.4.2019 | 20:00 |
Frjálsíþróttadeild | 2.4.2019 | 20:00 |
Fimleikadeild | 8.4.2019 | 20:00 |
Knattspyrnudeild | 9.4.2019 | 20:00 |
Blakdeild | 10.4.2019 | 20:30 |
Badmintondeild | 11.4.2019 | 19:30 |
Taekwondodeild | 12.4.2019 | 20:00 |
Aðalstjórn | 14.4.2019 |
17:00 |
Samningur undirritaður við MVA ehf um byggingu nýs íþróttasalar
Í dag, þann 23. febrúar 2019 skrifaði Höttur undir samning við MVA ehf um byggingu nýs íþróttasalar við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Salurinn mun skapa aðstöðu innanhúss fyrir fimleika og frjálsar íþróttir. Framkvæmdir munu hefjast nú á vormánuðum og stefnt er því að salurinn verði tekinn í notkun árið 2020.
Það voru Stefán Vignisson og Hrafnkell Elísson frá MVA ehf ásamt Helga Sigurðssyni og Maríu Ósk Kristmundsdóttur úr stjórn byggingarfélags Hattar sem skrifuðu undir samninginn.
Stefnur Hattar
Síðustu mánuði hefur verið farið í endurnýjun og skipulag á stefnum fyrir Íþróttafélagið Hött. Stefnurnar gilda fyrir allar deildir innan félagsins og nær til allra þeirra sem koma að starfi félagsins.
Stefnurnar eru fimm talsins og má sækja þær sem pdf skjöl hér að neðan.
Auður Vala og Árni Óla hljóta starfsmerki Hattar 2018
Auður Vala Gunnarsdóttir og Árni Ólason voru veitt starfsmerki Hattar 2018 fyrir óeigingjarnt starf í þágu Hattar á sínum sviðum. Bæði hafa þau starfað að málefnum Hattar í meira en 20 ár og verið lykil fólk í sínum íþróttagreinum. Auður Vala hefur starfað innan fimleikadeildar og Árni innan knattspyrnudeildar.
Íþróttafélagið Höttur þakkar þeim innilega fyrir þeirra framlag.
Â
Â
Sigmar íþróttamaður Hattar 2018
Körfuboltamaðurinn, Sigmar Hákonarson er góður íþróttamaður og flott fyrirmynd fyrir aðra iðkendur. Hann leggur sig allan fram í æfingum og öðrum verkefnum sem koma til innan Hattar s.s. fjáröflunum og vinnu í kringum leiki yngri flokka. Sigmar hefur verið einn af lykilleikmönnum Hattar síðustu árin en hann á alls 181 leiki fyrir félagið síðan 2011. Á síðasta tímabili skoraði Sigmar 8 stig að meðaltali í leik, auk þess að taka 3 fráköst og gefa 3 stoðsendingar.
ÂÂ
Íþróttamenn Hattar 2018 heiðraðir á árlegri þrettándagleði
Íþróttafólk Hattar 2018 var heiðrar nú í gær á hinni árlegu þrettándagleði. Eftirtaldir einstaklingar fengu viðurkenningu í sinni íþróttagrein.
Fimleikamaður Hattar var Lísbet Eva Halldórsdóttir
Frjálsíþróttamaður Hattar var Friðbjörn Árni Sigurðarson
Knattspyrnumaður Hattar var Kristófer Einarsson
Körfuboltamaður Hattar var Sigmar Hákonarson
ÂÂ
Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs 2019
Kyndlaganga leggur af stað frá íþróttahúsinu á Egilsstöðum kl 16.00 sunnudaginn 6. janúar. Gengið verður inn í Tjarnargarð. Kveikt í bálkesti kl 16.15.
Björgunarsveitin verður með sölu á kyndlum við íþróttahúsið fyrir gönguna, 1.000 kr stykkið.
ÂÂ
Dagskrá í Tjarnargarði
Viðurkenningar íþróttafólks Hattar ársins 2018
Afhending starfsmerkja Hattar
Flugeldasýning í umsjón Björgunarsveitarinnar á Héraði
ÂÂ
Styrktaraðilar eru Brúnás-Innréttingar, Hitaveita Egilsstaða og Fella og Landsbankinn
Tilkynning frá umboðsmönnum jólasveinsins
Eins og undanfarin ár mun umboðsmenn jólasveinsins taka á móti pökkum í Hettunni við Vilhjálmsvöll.
Tekið er 1.000 kr fyrir pakkann og skal hafa pakkana í hóflegri stærð. Aðeins er tekið við peningum til greiðslu.
Útburður á sér stað á aðfangadagsmorgun frá kl 9 til 12.
Â
Tekið er móti pökkum laugardaginn 22. Desember frá kl 17 til 20.
Â
Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .
Allur ágóði er settur í sjóð til styrktar afreksfólki Hattar sem verið er að safna í.
Samningur undirritaður við Austurverk ehf vegna jarðvegsframkvæmda við nýja viðbyggingu
Þann 16. nóvember síðastliðinn skrifaði Höttur undir samning um jarðvegsframkvæmdir vegna nýrra viðbygginar við Austurverk ehf.
Austurverk mun sjá um alla vinnu er snýr að undirbúningi jarðvegsskipta og fyllingar fyrir grunn hins nýja sals. Stefnt er að þessum verkþætti sé lokið nú á vetrarmánuðum.
Það voru þeir Steinþór Stefánsson og Reynir Hrafn Stefánsson eigendur Austurverks ásamt Maríu Ósk Kristmundsdóttur og Einari Andréssyni úr byggingarstjórn Hattar sem skrifuðu undir samning þess efnis.
Â
Â
Fyrsta skóflustungan tekin á nýrri viðbyggingu
Þann 16. nóvember síðastliðinn var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri viðbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Um er að ræða nýjan sal sem mun verða sérútbúin fyrir fimleikaiðkun ásamt hlaupabrautum og stökkgryfju til frjálsíþróttaiðkunnar. Stefnt er að framkvæmdum sé lokið árið 2020 en að þessari framkvæmd stendur Íþróttafélagið Höttur ásamt sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði.
Það voru þau Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, Auður Vala Gunnarsdóttir, fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Hattar og Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar sem tóku fyrstu skóflustunguna.
Björg setti Íslandsmet í 600 m hlaupum 12 ára stúlkna á silfurleikum ÍR
Í síðasta mánuði setti Hattarinn Björg Gunnlaugsdóttir Íslandsmet í 600 m hlaupi 12 ára stúlkna á Silfuleikum ÍR í Reykjavík en hún hljóp 600 metrana á 1,43:87.ÂÂ
Björg náði einnig glæsilegum árangri í öðrum greinum og varð í 1. sæti í þrístökki með 9,97m stökk og 60m með 8,66 sek. Stórkostlegur árangur og miklar bætingar hjá þessum efnilega iðkenda.
Þetta er vel við hæfi á Silfurleikum ÍR en nafnið er tileinkað Vilhjálmi Einarssyni og afreki hans. Á myndinni hér að neðan má sjá Björgu á verðlaunapalli fyrir miðju.
ÂÂ
Tímatafla knattspyrnudeildar Hattar veturinn 2018-2019
- 04 Október 2018
- Davíð Þór Sigurðarson
- Hluti: Knattspyrna -
- Fréttir
Fimleika æfingar veturinn 2018-2019
Skráning fer fram í gegnum skráningarkerfið Nóra.
Taekwondo æfingar veturinn 2018-2019
Boðið er upp á æfingar í íþróttahúsinu í Fellabæ á eftirfarandi tímum:
Kl 17:45-18:45 - 6-12 ára. Þriðjudaga og fimmtudaga.Â
Kl 18:45-20:00 - 13 ára og eldri. Þriðjudaga og fimmtudaga.
Â
Tekið er við skráningum í gegnum Nóra.
Blak æfingar veturinn 2018-2019
Boðið er upp á æfingar fyrir eldri iðkendur sem hér segir
Karlar á þriðjudögum kl. 20.30 í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.
Konur á miðvikudögum kl. 19.00 í íþróttahúsinu í Fellabæ.
Æfingatímar yngra flokka í körfubolta
- 03 September 2018
- Körfuboltadeild
- Hluti: Körfubolti -
- Fréttir
Nú eru körfuboltaæfingar yngri flokka byrjaðar. Við hvetjum alla krakka að koma og prófa körfubolta, allir velkomnir að koma og prófa tli 12. september.
Áfram Höttur
Tímatafla knattspyrnudeildar fyrir sumarið 2018
- 18 Júní 2018
- Davíð Þór Sigurðarson
- Hluti: Knattspyrna -
- Fréttir
Sumarskóli Hattar 2018
Eftir margar fyrirspurnir höfum við ákveðið að bjóða uppá þrískipta skráningatíma í sumarskólann:
5. júní – 22. Júní
25. júní – 11. Júlí
25.000 kr. tímabilið
Eða heilt tímabil, frá 5. Júní – 11. Júlí á 40.000 kr
Skráning á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
og þá fáið þið sendan skráningarseðil til baka sem þið klárið að fylla út.
Árni Óla sæmdur gullmerki ÍSÍ
Árni Ólason, Hetti fékk viðurkenningar frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands fyrir vel unnin störf á þingi UÍA á Borgarfirði nýverið.
Árni hefur komið að starfi íþróttahreyfingarinnar á fjölbreyttan hátt á sínum ferli. Hann hefur m.a. sinnt embætti formanns knattspyrnudeildar Hattar allt frá árinu 2003 og þar til nú nýverið, var um árabil landshlutafulltrúi í stjórn Knattspyrnusambands Íslands og einnig hefur hann setið í ríflega áratug í Vinnuhópi ÍSÍ um Ferðasjóð íþróttafélaga, sem er eitt stærsta hagsmunamál hreyfingarinnar – ekki síst fyrir félögin á Austurlandi. Hann var sæmdur gullmerki fyrir störf sín.
Höttur skrifar undir samninga vegna hönnunar og verkefnistjórnunar á nýrri viðbyggingu
Höttur skrifar undir samninga vegna hönnunar og verkefnistjórnunar á nýrri viðbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum
Samningar undirritaðir
Í byrjun apríl var skrifað undir samninga um hönnun nýrrar viðbyggingar við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Stefnt er að því að þar rísi nýtt íþróttahús hannað út frá þörfum fimleika og frjálsíþrótta.
Aðalhönnuður hússins er Anna María Þórhallsdóttir og verkfræðistofurnar Efla og Mannvit sjá um aðra hönnunarþætti svo sem á burðavirki, lögnum og rafkerfum. Einar Andrésson, svæðistjóri á Austurlandi skrifaði undir samninga fyrir hönd verkfræðistofunnar Eflu og Ágúst Þór Margeirsson, verkefnastjóri fyrir hönd verkfræðistofunnar Mannvits. Einnig var skrifað undir samning við Svein Jónsson um verkefnistjórnun við hönnun og útboð.
María Ósk Kristmundsdóttir, formaður byggingarstjórnar Hattar segir hönnun og verkefnastjórn hússins vera í góðum höndum þessa fagfólks og að mikill styrkur sé að fá þau til starfa við verkefnið.
Undirbúningur gengið vel
Í mars mánuði voru teknar prufu holur fyrir tilvonandi grunn og unnið var með niðurstöður úr þeim mælingum. Stefnt er að því að hönnun ljúki núna á vormánuðum og gögn til útboðs verði tilbúin í byrjun sumars. Framkvæmdir á ákveðnum verkþáttum gætu því hafist síðar á þessu ári. Búið er að vinna nokkrar tillögur að útliti og útfærslum sem skoðaðar verða áfram með sveitarfélaginu næstu vikurnar.
Íþróttafélagið Höttur skrifaði undir samning við sveitarfélagið Fljótsdalshérað á síðasta ári um þessa framkvæmd og er stefnt að því að taka húsið í notkun árið 2020. Samhliða þessu verður farið í framkvæmdir er tengjast búningaaðstöðu, starfsmannaaðstöðu og breytingu á innra skipulagi íþróttamiðstöðvarinnar enda muni nýr íþróttasalur breyta nýtingu núverandi húsnæðis til muna og skapa rými fyrir fjölbreyttari íþróttaiðkun.
Framkvæmd fyrir alla
Davíð Þór Sigurðarson, formaður íþróttafélagsins Hattar segist vera ánægður með að hönnun sé komin í gang. Búið sé að vinna mikla sjálfboðavinnu síðustu árin í undirbúningi á þessu verkefni og muni þetta verða bylting fyrir íþróttalíf í sveitarfélaginu. Hann segir enn fremur það hafi verið löngu tímabært að bæta aðstöðu innanhúss vegna þess mikla starfs sem að í boðið er yfir vetrarmánuðina hjá öllum deildum.
Það sé aftur á móti alveg skýrt að það þurfi að bæta aðstöðu fyrir fimleikaiðkun en greinin nýtur mikilla vinsælda á Íslandi og þróun í öðrum byggðarkjörnum hefur verið á þá leið að sér útbúin æfingaaðstaða sé til staðar. Framþróun í aðstöðu sé nauðsynleg til að viðhalda þeim árangri sem við höfum náð og viljum ná lengra í sem íþróttafélag. Fimleikaiðkun er komin til að vera og er mikilvægur hlekkur í okkar samfélagsgerð. Samhliða því að fara í þessa framkvæmd sé það líka ánægjulegt að unnið sé að bættri æfingaaðstöðu í frjálsum íþróttum innanhúss sem mun einnig skapa tækifæri í þeirri grein.
Hins vegar verði þetta mikil breyting fyrir aðrar íþróttagreinar sem munu fá meira aðgengi að núverandi íþróttasal og geti því hagað æfingatímum betur en gert sé í dag. Núverandi salur hafi ekki annað eftirspurn í langan tíma sem hafi leitt til þess að annað hvort sé ekki hægt að bjóða upp á æfingar eða þær settar á tíma seint á kvöldin og um helgar. Hjá íþróttafélaginu eru starfandi 8 deildir með um 900 iðkendur á öllum aldri. Þessi framkvæmd muni gagnast öllum iðkendum.
Óskum eftir áhugasömum aðilum og fyrirtækjum
Davíð segir að núna fari spennandi tímar í gang við að leita leiða með einstaklingum og fyrirtækjum í samfélaginu okkar til að láta þetta verða að veruleika. Í gegnum árin þá höfum við séð velvilja baklands íþróttahreyfingarinnar í að láta verkefni ganga upp þar sem aðilar á vegum íþróttafélagsins gefa tíma og orku sína í málefni, sem koma samfélaginu okkar til góða. Þessi framkvæmd sé ein af þeim stærri og mikilvægari fyrir samfélagið á Fljótsdalshéraði þegar horft er til beinna tengsla við börn og ungmenni. Ástundun í íþróttastarfi hefur sýnt sig sem mikilvægur þáttur í forvarnastarfi barna og ungmenna og í sveitarfélaginu sé til staðar öflugt, fjölbreytt og vel skipulagt íþróttastarf, sem hafi áhrif á búsetu kosti barnafjölskyldna.
Höttur óskar því eftir að þeir, sem hafi áhuga og vilji ljá þessu verkefni krafta sína hafi samband því lykillinn sé gott samstarf milli hugsanlegra aðila að mismunandi verkefnaþáttum.
Davíð Þór fékk starfsmerki UÍA
Â
Fjórir einstaklingar fengu starfsmerki UÍA fyrir vel unnin störf á sambandsþingi UÍA á Borgarfirði eystra á laugardag.
Davíð Þór Sigurðarson, Hetti
Davíð Þór var aðeins 26 ára gamall þegar hann tók við formennsku í íþróttafélaginu Hetti árið 2009 og hefur gegnt henni síðan þá. Davíð hefur einnig verið lykilmaður í Unglingalandsmótunum 2011 og 2017.
Auk Davíðs fengur eftirfarandi einstaklingar starfsmerki UÍA:
Ásgrímur Ingi Arngrímsson, UMFB
Ásgrímur Ingi var formaður UMFB frá árinu 1997 til 2014 og driffjöðrin í margvíslegu starfi félagsins, meðal annars uppbyggingu sparkhallar á Borgarfirði. Eins má nefna framlag Ásgríms Inga til leiklistar- og menningarstarfs á vegum UMFB.
Arngrímur Viðar Ásgeirsson, UMFB
Arngrímur Viðar hefur í gegnum tíðina komið að margvíslegu starfi UMFB. Þá var hann gjaldkeri UÍA á árunum 2001-2008.
Bryndís Snjólfsdóttir, UMFB
Bryndís var meðal þeirra sem leiddu starf UMFB á níunda og tíunda áratugnum. Borgfirðingar muna eftir að hún var ætíð tiltæk þegar á þurfti að halda.
Frétt tekin af heimasíðu UÍA
Elín Rán sæmd starfsmerki UMFÍ
Elín Rán sæmd starfsmerki UMFÍ
Â
Elín Rán Björnsdóttir, fyrrum formaður UÍA, var um helgina sæmd starfsmerki Ungmennafélags Ísland á þingi UÍA sem fram fór á Borgarfirði eystra.
Elín Rán hefur komið víða við í starfi UÍA, sem keppandi, starfsmaður og stjórnarmaður. Eftir árangursríkan keppnisferil snéri hún sér að þjálfun hjá Hetti og Þristi og fór sem sumarstarfsmaður UÍA á eftirminnilegt Unglingalandsmót 2002.
Elín Rán var kjörin formaður UÍA árin 2008-2012. Sem slík leiddi hún félagið í gegnum mikið umbreytingarskeið.
Hún hefur starfað í nefndum á vegum bæði UMFÍ og ÍSÍ, var keppnisstjóri á Unglingalandsmótinu 2011 og í stjórn frjálsíþróttadeildar Hattar um tíma.
Sigurður Óskar Jónsson, úr varastjórn UMFÍ, sæmdi Elínu Rán merkinu.
Frétt tekin af heimasíðu UIA
Samningur undirritaður við Fljótsdalshérað
Þann 28. febrúar síðast liðinn var undirritaður samningur á milli Íþróttafélagsins Hattar og Fljótsdalshéraðs. Á milli þessara aðila hefur verið samningur um framlög frá sveitarfélaginu er tengjist starfi yngri flokka og afnot á mannvirkjum sveitarfélagsins en núverandi samningur gildir til loka árs 2018. Vinna er hafin við gerð samnings sem myndi gilda til lengri tíma og er stefnt að undirritun á honum í byrjun árs 2019.
Nú þegar er í gildi samningur á milli þessara aðila varðandi uppbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum sem myndi bæta aðstöðu íþróttaiðkunar til muna í sveitarfélaginu og verða mikil bylting fyrir starfs Hattar yfir vetrarmánuðina.
Fyrir hönd Íþróttafélagsins Hattar var það Davíð Þór Sigurðarson, formaður og Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs sem skrifuðu undir samninginn.
Samningur endurnýjaður við Jako
Þann 10. mars síðast liðinn var undirritaður samningur við Jako um áframhaldandi samstarfi um íþróttafatnað fyrir íþróttafélagið. Íþróttafélagið Höttur hefur verið síðustu 7 árin í fatnaði frá Jako og mun nýr samningur gilda til lok ársins 2020. Samningurinn nær bæði til yngri flokka Hattar og einnig meistaraflokka knattspyrnudeildar. Allar deildir eru innan þessa samnings að undanskilinni körfuboltadeild.
Fyrir hönd Hattar voru það Guðmundur Bj. Hafþórsson, formaður Rekstrafélags Hattar og Davíð Þór Sigurðarson, formaður Íþróttafélagsins Hattar sem skrifuðu undir samninginn við Jóhann Guðjónsson sem fer með umboð Jako á Íslandi.
Samhliða nýjum samningi mun nýr yfirgalli félagsins verða kynntur og seldur frá og með 1. apríl n.k.. Stefnt er að taka nýjan keppnisbúninga í notkun síðar á árinu
Jako mun áfram selja allan fatnað sinn í gegnum fataverslunina River á Egilsstöðum.
Starfsmerki veitt og íþróttamenn Hattar heiðraðir
Þann 6. Janúar fór fram þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar með hefðbundnu sniði. Kyndlaganga lagði af stað kl 17:15 frá íþróttahúsinu og gengið var í Tjarnargarðinn þar sem brenna var tendruð. Áætlað er að um 400 manns hafi komið saman og var veður með besta móti. Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar setti athöfnina. Adda Birna Hjálmarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar Fljótsdalshéraðs flutti stutt erindi. Viðar Sigurjónssón, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri flutti einnig stutt ávarp og afhendi fimleikadeild og knattspyrnudeild Hattar endurnýjun skírteina sem fyrirmyndadeildar ÍSÍ.
Verðlaunaafhending íþróttamanna ársins var kynnt en það var Adda Birna Hjálmarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar Fljótsdalshéraðs ásamt formanni Hattar, Davíð Þór Sigurðarsyni sem sáu um afhendinguna. Er þetta í 30. sinn sem tilfnefndin á íþróttamanni Hattar fer fram. Eftir afhendingu var síðan glæsileg flugeldasýning sem Björgunarsveitin á Héraði sá um að framkvæma og einnig tók Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs nokkur lög.
Starfsmerki Hattar voru veitt í sjötta sinn en þau hljóta einstaklingar sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins til lengri tíma.
Anna Alexandersdóttir en hefur verið virkur þáttakandi í starfi fimleikadeildar og knattspyrnudeildar. Hún sat sem formaður fimleikadeildar í 4 ár.
Björn Kristleifsson var vikur innan starfs Hattar frá árinu 1985 og sat meðal annars sem formaður aðalstjórnar Hattar og formaður köruboltadeildar til margra ára.
Íþróttamaður Hattar árið 2017 er frjálsíþróttakonan, Helga Jóna Svansdóttir.
Helga Jóna er góður íþróttamaður og flott fyrirmynd fyrir aðra iðkendur. Hún mætir vel á æfinga, kemur vel fram, einbeitt og jákvæð. Hún hefur einnig verið að þjálfa yngri iðkendur.
Helga Jóna varð Íslandsmeistari í þrístökki á Meistaramóti Íslands 15-22 ára og bætti sig um rúmlega hálfan metra. Einnig varð hún í öðru sæti í 100m hlaupi og fjórða sæti i langstökki. Helga Jóna keppti í fyrsta sinn á Meistaramóti Íslands í fullorðinsflokki og stóð sig mjög vel þar. Hún varð í 4. sæti í þrístökki, 5. sæti í grindahlaupi og komst í úrslit i langstökki.
Í öðrum greinum voru eftirtaldir einstakilngar fyrir valinu þetta árið.
Fimleikamaður: Katrín Anna Halldórsdóttir
Frjálsíþróttamaður : Helga Jóna Svansdóttir
Knattspyrnumaður : María Jóngerð Gunnlaugsdóttir
Körfuboltamaður : Mirko Stefán Virijevic
Íþróttafélagið Höttur vill þakka eftirtöldum styrktaraðilum fyrir stuðninginn vegna framkvæmdar þrettándagleði 2018, Brúnas – Innréttingar, Landsbankinn og Hitaveita Egilsstaða og Fella.
Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs
Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs verður haldin með hefðbundnu sniði í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum, laugardaginn 6. janúar. Kyndlaganga leggur af stað frá Íþróttamiðstöðinni klukkan 17:15. Gengið verður inn í Tjarnargarðinn og kveikt verður í bálkesti klukkan 17:30. Björgunarsveitin á Héraði verður með sölu á kyndlum við íþróttamiðstöðina fyrir gönguna á 1.000 krónur stykkið.
Í Tjarnargarðinum verður afreksíþróttafólk Hattar heiðrað ásamt því að veitt verða starfsmerki Hattar. Að lokum verður glæsileg flugeldasýning í umsjón björgunarsveitarinnar.
Styrktaraðilar Þrettándagleðinnar eru Brúnás-Innréttingar, Hitaveita Egilsstaða og Fella og Landsbankinn.
Tilkynning frá umboðsmönnum jólasveinsins
Eins og undanfarin ár mun umboðsmenn jólasveinsins taka á móti pökkum í Hettunni við Vilhjálmsvöll.
Tekið er 1.000 kr fyrir pakkann og skal hafa pakkana í hóflegri stærð.
Útburður á sér stað á aðfangadagsmorgun frá kl 9 til 12.
Tekið er móti pökkum föstudaginn 22. Desember frá kl 16 til 22.
Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .
Allur ágóði er settur í sjóð til styrktar afreksfólki Hattar sem verið er að safna í.
Nýr facebook hópur fyrir badminton iðkendur á Egilsstöðum
Núna hefur verið komið upp lokuðum hóp á facebook sem tengir æfingatíma og mætingar á vegum badmintondeildar Hattar.
Allir eru velkomnir í hópinn og hægt er að leita að hópnum á facebook undir nafninu Badminton Egilsstaðir (TBH).
Â
Einnig er linkur hérna á síðuna https://www.facebook.com/groups/1989184054630892/Â
Knattspyrnuæfingar veturinn 2017-2018
- 02 Október 2017
- Davíð Þór Sigurðarson
- Hluti: Knattspyrna -
- Fréttir
Badminton fyrir 16 ára og eldri veturinn 2017-2018
Tímarnir eru fyrir 16 ára og eldri og oft talað um trimmara.
Tímarnir eru eftirfarandi daga í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.
Fimmtudagar kl 21:00 til 22:30.
Sunnudagar kl 10:00 til 11:30.
Allar nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Leiðningar vegna skráningar iðkenda
Margir forráðamenn eru núna að skrá börnin sín í íþróttastarf hjá okkur en á tenglinum hérna að neðan má finna leiðbeiningar um hvernig bera skuli sig að.
 https://www.greidslumidlun.is/media/1142/leidbeiningar-forradamanna.pdf
Â
Körfuboltatímar veturinn 2017-2018
- 28 Ágúst 2017
- Davíð Þór Sigurðarson
- Hluti: Körfubolti -
- Fréttir
ÂÂ
Taekwondo tímar veturinn 2017-2018
Tímatafla og gjaldskrá fyrir veturinn 2017-2018
Hér að neðan má finna tímatöflu og gjaldskrá vegna fimleikastarfsins í vetur.
Skráning iðkenda á sér stað í gegnum hottur.is og efst í hægra horninu má finna tengil vegna þess.
Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Fleiri greinar...
- Vetrarstarf 2017-2018 Priligy save money
- Taylor Stafford til Hattar Priligy save money
- Samið við Bergþór Ægir Priligy save money
- Samningur undirritaður við Fljótsdalshérað um bætta aðstöðu innanhúss Priligy save money
- Hreyfivikan 2017 Priligy save money
- Sumarfjör Hattar 2017 Priligy save money
- Heyfivikan Priligy save money
- Adam Eiður í Hött Priligy save money
- Aðalfundir Hattar 2017 Priligy save money
- Að vera íþróttaforeldri Priligy save money
- Opið mót í frjálsum 4. mars Priligy save money
- Helga Jóna keppir á RIG Priligy save money
- Íþróttafólk Hattar heiðrað og starfmerki afhend Priligy save money
- Æfingar vorönn 2017 Priligy save money
- Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs Priligy save money
- Tilkynning frá umboðsmönnum jólasveinsins Priligy save money
- Tveir naglbítar í íþróttahúsinu Priligy save money
- Höttur áfram í Maltbikarnum Priligy save money
- Afhjúpun minnisvarða um Vilhjálm Einarsson Priligy save money
- Tveir sigrar á Ísafirði Priligy save money
- Æfingabúðir í frjálsum íþróttum 4.-6. nóvember Priligy save money
- Höttur-ÍA 131-70 !! Priligy save money
- Æfingabúðir í frjálsum 5.-6. nóv Priligy save money
- Frábær sigur á FSU 102-71 Priligy save money
- Fyrsti leikur í körfunni Fjölnir-Höttur 94-96 Priligy save money
- Vinningsnúmer í Happdrætti Hattar Priligy save money
- Vetrarstarf frjálsíþróttadeildar 2016-2017 Priligy save money
- Blakæfingar veturinn 2016-2017 Priligy save money
- Yngri flokkar Hattar - Vetrarstarfið Priligy save money
- Tímatafla badminton veturinn 2016-2017 Priligy save money
- Tímatafla fimleikar veturinn 2016-2017 Priligy save money
- Upplýsingar um skráningu iðkenda Priligy save money
- Æfingatafla yngriflokka í körfu Priligy save money
- Höttur hefur samið við Aaron Moss Priligy save money
- Ragnar Gerald kemur aftur til okkar Priligy save money
- Mirko Stefán framlengir við Hött Priligy save money
- Íþróttaskóli Hattar Priligy save money
- Hattardagurinn 2016 Priligy save money
- Austurlandsmót í badminton Priligy save money
- Benedikt íþróttamaður Hattar 2015 Priligy save money
- Hrafnhildur og Hjálmþór veitt starfsmerki Hattar Priligy save money
- Jólin kvödd í Tjarnargarðinum Priligy save money
- Tilkynning frá umboðsmönnum jólasveinsins Priligy save money
- Heimamót hjá 10.fl drengja Priligy save money
- Vinningshafar í húsnúmerahappdrætti 2015. Priligy save money
- Hörkuleikir gegn Stjörnunni og Haukum Priligy save money
- Körfuboltatímabilið hafið Priligy save money
- Tímatöflur fyrir veturinn 2015 til 2016 Priligy save money
- Getraunastarf Hattar að byrja ! Priligy save money
- Æfingabúðir með bandarískum þjálfurum 4. og 5. ágúst Priligy save money
- Höttur undirritar viljayfirlýsingu um uppbyggingu íþróttamannvirkja Priligy save money
- Höttur undirritaðar samning vegna greiðslu- og skráningakerfisins Nóra Priligy save money
- Bjóðum Helga velkominn í Hött Priligy save money
- Mirko og Eysteinn í Hött Priligy save money
- Tobin áfram á næstu leiktíð Priligy save money
- Lokahóf hjá körfunni Priligy save money
- Lokahóf hjá körfunni Priligy save money
- Lokkahóf körfuboltans 27. mars í Valaskjálf Priligy save money
- 13 réttir og 4,2 milljónir í getraunaleik Hattar Priligy save money
- Höttur - Valur á sunnudag kl. 15:30 Priligy save money
- Tveir sigrar gegn Blikum Priligy save money
- Tveir mikilvægir sigrar og Hattarmenn efstir í körfunni Priligy save money
- Íþróttafólk Hattar verðlaunað og starfsmerki veitt á þrettándagleði Priligy save money
- Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs Priligy save money
- Tilkynning frá umboðsmönnum jólasveinsins Priligy save money
- Samningur endurnýjaður við Jako Priligy save money
- Jólafrí í körfuboltanum Priligy save money
- Körfuboltaæfingar falla niður v. veðurs 14.12. Priligy save money
- Höttur - KFÍ í beinni 12. des. kl. 18:30 Priligy save money
- Hreyfivikan - Move week 2014 Priligy save money
- Nettó framlengir samningi sínum við Hött Priligy save money
- Höttur fékk Snæfell í bikarnum Priligy save money
- Höttur byrjar vel í körfunni Priligy save money
- Yngri flokkar Hattar - Tímatafla og verðskrá vetrarins Priligy save money
- LOKAHÓF MEISTARAFLOKKA HATTAR ! Priligy save money
- Körfuboltaæfingar byrja 4. september Priligy save money
- Hattardeginum frestað Priligy save money
- Vinningshafar í Húsnúmerahappdrætti Hattar 2014 Priligy save money
- Greinamót UÍA og styrktarmót Priligy save money
- Afmælisdagskrá laugardaginn 16. ágúst Priligy save money
- 40 ára afmæli Hattar Priligy save money
- TM gerir styrktarsamning við meistaraflokka Hattar í knattspyrnu Priligy save money
- Sumaræfingar í körfubolta Priligy save money
- Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Priligy save money
- Uppskeruhátíð yngri flokka körfuboltans Priligy save money
- Strandamaðurinn sterki Priligy save money
- Allir á völlinn um helgina ! Priligy save money
- Samnigur um Hattar fatnað framlengdur við Jako Priligy save money
- Aðalfundur Hattar Priligy save money
- Aðalfundur - ný stjórn Priligy save money
- Úrslitaleikir við Fjölni Priligy save money
- Blóðug barátta þegar Höttur vann Þór Priligy save money
- Höttur - Þór, þriðjudag kl. 18:30 Priligy save money
- Sigur á Þór í fyrsta leik í úrslitakeppninni Priligy save money
- Höttur í umspil um sæti í Úrvalsdeild Priligy save money
- Dagskrá Sunddeildar Hattar - 2015 Priligy save money
- Silfurliðin Priligy save money
- Höttur - Þór Akureyri í dag kl. 18:00 Priligy save money
- Leik Hattar og Þórs í körfunni frestað Priligy save money
- Höttur-Tindastóll, laugardag kl. 18:30 Priligy save money