Fréttir

Blak tímatafla veturinn 2019-2020

  • Skoða sem PDF skjal

Blak fullorðinna verður í boði eins og síðustu ár. Æfingar hjá karlaliði er á þriðjudögum kl 20:30 í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum og konulið er á miðvikudögum kl 19:00 í Fellahúsi.

Stefnt er að byrja æfingar 3. september n.k. og skráningar í Nóra verða opnaðar 1. september.

Blak æfingar veturinn 2018-2019

  • Skoða sem PDF skjal

Boðið er upp á æfingar fyrir eldri iðkendur sem hér segir

Karlar á þriðjudögum kl. 20.30 í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Konur á miðvikudögum kl. 19.00 í íþróttahúsinu í Fellabæ.

Æfingar veturinn 2016-2017

  • Skoða sem PDF skjal

Meistaraflokkur kvenna æfir á þriðjudögum kl. 20.30 og fimmtudögum kl. 21.00. Höttur hefur hafið samstarf við Huginn Seyðisfirði og munu flestar fimmtudagsæfingar fara fram þar. Þá er hist við íþróttahúsið um kvöldmatarleytið og keyrt saman á æfingu. Best er að fylgjast með facebook síðu hópsins: Höttur blak.

Meistaraflokkur karla æfir í íþróttahúsinu í Fellabæ kl. 20.30 á mánudögum og kl. 20.00 á miðvikudögum.

Æfingar fyrir krakka 5 ára - 9 ára verða ásamt frjálsum íþróttum í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á þriðjudögum kl. 15.30-16.30 og á fimmtudögum kl. 16.30-17.30.

Aðalfundur - ný stjórn

  • Skoða sem PDF skjal

Aðalfundur Blakdeildar Hattar var haldinn 28. mars sl. Ákveðið var að fækka í stjórn, úr fimm í þrjá. Nýja stjórn skipa: Guðgeir Sigurjónsson - formaður, Hrönn Magnúsdóttir - gjaldkeri og Valgerður Hreinsdóttir - ritari. Varamaður er Lovísa Hreinsdóttir.

Attachments:
FileLýsingFile size
Download this file (arsskyrsla_fyrir_2013.doc)arsskyrsla_fyrir_2013.doc 309 Kb

Silfurliðin

  • Skoða sem PDF skjal

Nú er lokið keppni í 2. deild kvenna og karla í austurlandsriðli í blaki. Bæði liðin enduðu í öðru sæti og óskum við þeim innilega til hamingju með það.

You are here