Font Size

Profile

Layout

Direction

Menu Style

Cpanel

Taekwondo deild Hattar

Egilsstöðum

Fréttir

Góður árangur á bikarmóti.

  • Skoða sem PDF skjal

Um síðustu helgi fór fram þriðja bikarmót vetrarins á vegum Taekwondo sambands Íslands en mótið var haldið í íþróttamiðstöð Ármenninga í Laugardal. Keppt var í Poomsae, sem eru tæknileg form og Sparring, sem er bardagi. Vaskur hópur fór frá TKD deild Hattar skilaði nokkrum verðlaunapeningum heim. Hópurinn í heild stóð sig mjög vel. Þessir krakkar nældu sér í verðlaunasæti.

Elíeser Bergmann Hjálmarsson - Gull í Sparring.

Stefán Hólm Skúlason - Silfur í Sparring.

Gestur Bergmann Gestsson - Brons í Sparring.

Þuríður Nótt Björgvinsdóttir - Silfur í Poomsae. Gull og Brons í Sparring.

Aukatímar og æfingabúðir. 24. apríl - 29. apríl

  • Skoða sem PDF skjal

Þriðjudagur 24. Apríl. Kjallari á Egs. Jón Levy kennir.

 14:30-16:00 – Hópur 1

16:00 – 17:00 – Hópur 2

18:10 – 20:00 – Hópur 3

 Miðvikudagur 25. Apríl. Kjallari á Egs. Jón Levy kennir.

 15:00 – 16:00 – Hópur 1

16:00 – 17:00 – Hópur 2

19:30 - 21:00 – Hópur 3

 Föstudagur 27. Apríl.

15:00 – 16:00 – Hópur 1 - Skv. Stundatöflu – Pétur kennir

 Laugardagur 28. Apríl. Fellasalur

 11:00 – 12:45 – Hópur 1

13:15 – 15:00 – Hópur 2 og 3

Sunnudagur 29. Apríl. Fellasalur 11-15

 11:00 – 12:45 – Hópur 1

13:15 – 15:00 – Hópur 2 og 3

Mánudagur 30. Apríl – Jón Levy kennir.

Skv. Stundatöflu

Taekwondo búðir í Danmörku

  • Skoða sem PDF skjal

Nú gefst okkur frábært tækifæri til að skella okkur á æfingabúðir (í Brande) með fullt af góðu fólki, sjá 4. dan beltapróf Írunnar og við toppum svo ferðina með heimboði til Grandmasters Choi og hans konu í Kóreska grillveislu (í Árósum). 

 

Sjá nánari upplýsingar um sumaræfingabúðirnar í Danmörku. ATH skráning og greiðsla staðfestingargjalds (kr. 50.000) er til kl 20 á föstudaginn kemur (14 apríl).  

Hlakka til að heyra frá ykkur.

 

þið megið hringja ef það er eitthvað s: 844 4249. 

kær kv írunn

Attachments:
FileLýsingFile size
Download this file (Æfingabúðir+í+Danmörku+14.pdf)Æfingabúðir+í+Danmörku+14.pdf 171 Kb

Bikarmót III 20.-21.apríl.

  • Skoða sem PDF skjal

Þriðja TKÍ Bikarmótið fyrir veturinn 2011/2012
Bikarmótið verður haldið í Íþróttamiðstöð Ármanns í Laugardal, Engjavegi 7, dagana 20 og 21. apríl. Mótið hefst kl 9.00. Yngsti hópurinn (börn yngri en 12 ára) keppir á laugardeginum á þrem gólfum, einu poomsae og tveim sparring. Á sunnudeginum keppa allir sem eru eldri en 12 ára (cadet, junior, senior og superior) á tveim gólfum. Mótstjórn áskilur sér rétt til að breyta þessu fyrirkomulagi í samræmi við skráningar.
Mótsfyrirkomulag verður eins og verið hefur á bikarmótum.
Í yngri flokkunum á laugardag verður leitast við að skipta keppendum í 4 manna hópa sem keppa í sparring en í poomsae keppa tveir hópar saman (8 iðkendur) .
Á sunnudeginum verður leitast við að fara eftir reglum WTF í flokka skiptingu og mótsfyrirkomulagi, svo framarlega sem það er hægt, bæði í sparring og poomsae.
Skráningafrestur er á miðnætti föstudaginn 13. apríl kl 24:00. Senda skal skráningu á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
 
Til að ná góðu flæði í mótið og geta haldið tímamörk, þá er mjög mikilvægt að öll félög skrái iðkendur sýna á þar til gert skráningarform (bætið inn línum eftir þörfum).
Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram eru: Nafni iðkenda, kennitala, beltagráða, hæð og þyngd. Engin vigtun verður, en vigt verður á staðnum og áskilur mótstjórn sér rétt til að vigta einstaka keppendur, sé talin ástæða til eða að upp komi kvartanir.
Einnig þarf að koma fram hvort viðkomandi ætlar að keppa í bæði poomsae og sparring eða bara í annarri greininni. Allir keppendur 12 ára og eldri þurfa að hafa keppnisleyfi frá TKÍ (afhendist á mótsdag sé keppandi ekki þegar kominn með leyfi ef allar skráningar eru réttar  og viðkomandi félag er skuldlaust við TKÍ og  Felix rétt uppfærður). ATH. Þeir sem þegar hafa fengið TKÍ passa/keppnisleyfi, skylda er að koma með þá.
 
Ýtarlegri lýsing á mótsfyrirkomulagi verður sett inn á heimasíðu TKÍ þegar hún liggur endanlega fyrir.
Þáttökugjöld á barnamótinu á laugardag eru 1500 kr og fyrir fullorðna á sunnudag er gjaldið 2500 kr
Greiða skal þátttökugjöldin inn Bankareikning:  303 – 26 – 6305 KT: 630502 – 2840
Fyrir miðnætti föstudaginn 13. apríl.
 
Vakni upp einhverjar spurningar, vinsamlegast hafið samband við fulltrúa mótshaldara:
Írunn Ketilsdóttir, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  
 
 
Með kveðju, TKD

Myndir frá beltaprófi 18. mars

  • Skoða sem PDF skjal

Myndir frá beltaprófi 18. mars.

Gunnar Jóhannes og Pétur þurftu meðal annars að taka sparring gegn tveimur mótherjum í próftöku á græna beltinu.

Mótherjar Gunnars á þessari mynd eru Jóhann og Þuríður. Pétur er á móti Sigurði og Jónasi.

alt

 

Hluti af próftöku í appelsínugulu belti eru brot. Grétar, Elíeser, Daníel og Friðrik eru einbeittir. Írunn fylgist með vökulum augum.

alt

 

Írunni vantaði smá stuðning við brot frá Pétri. Á Héraði eru sannir herramenn og umsvifalaust voru komnir menn sem voru boðnir og búnir til að styðja við hana.

Bjarki styður við Írunni, Gunnar við Bjarka, Sigurður og Ívar gera sig klára í verkið.

alt

Pétur tekur brot

alt

Jónas með bikar fyrir flestar armbeygjur í beltaprófi.

 

alt

 

Þuríður tekur við bikar sem besti próftakinn.

 

alt

You are here