Font Size

Profile

Layout

Direction

Menu Style

Cpanel

Taekwondo deild Hattar

Egilsstöðum

Fréttir

Æfingabúðir 6 - 12 ára. 11. - 15. júní.

  • Skoða sem PDF skjal

Æfingabúðirnar byrja klukkan 9:00 á mánudaginn 11. júní. Mæting er í íþróttahúsið á Egilsstöðum. Fyrir hádegi er verið inni og eftir hádegi verður útivera. Þátttakendur eru því beðnir um að koma klæddir eftir veðri.

Í hádeginu er möguleiki á því að krakkarnir taki með sér hádegismat og borði hann með leiðbeinandanum, einnig geta þau farið heim í hádeginu.

Mikilvægt að taka með sér nesti, auk hádegismats, ef þau borða með leiðbeinandanum í hádegishléinu.

Dagurinn endar síðan klukkan 15:00 fyrir utan íþróttahúsið.

Taekwondo æfingabúðir og beltapróf, 8. - 9. júní.

  • Skoða sem PDF skjal

Föstudagur 8. júní.
Æfing allir kl 17-19 (tökum stutt hlé frá kl 18-18:10)
Æfing hópur 3 (bóklegt) 19:00-19:30

Laugardagur. 9. júní.
Æfing hópur 1.            Kl: 10-11
Æfing hópur 2 og 3.     Kl: 11-12:30


Beltapróf. Hvítt-orange belti.    Kl 13:30-15:30
Beltapróf. Grænt.                   Kl 15:30-17:15


Allar æfingar verður farið yfir poomsae og tækni fyrir beltapróf.

Beltapróf kr. 2.500. Allir þurf að koma í snyrtilegum galla með belti og allar hlífar.

Stofnfundur Taekwondo deild Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

Í dag var formlegur stofnfundur Taekwondo deild Hattar. Þar með er nokkurra mánaða ferli lokið sem hófst með því að nokkrir foreldrar iðkenda ákváðu í lok síðasta árs, í samvinnu við stjórn Hattar, að stofna taekwondo deild. Á síðasta aðalfundi Hattar var formleg stofnun samþykkt. Kosin var stjórn deildarinnar og eru það eftirtaldir aðilar sem eru í stjórn deildarinnar.

Elfa Sigurðardóttir. Gjaldkeri.

Hjálmar S. Elíesersson. Formaður.

Ingvar Friðriksson. Stjórnarmaður.

Margrét Þóra Gunnarsdóttir. Stjórnarmaður.

Ruth Elfarsdóttir. Ritari.

Deildin hefur notið margvíslegs stuðnings síðustu mánuði. Yfirþjálfari er Írunn Ketilsdóttir, en Írunn er með svarta beltið, 3. dan. Írunn er formaður og yfirþjálfari TKD deildar Ármanns. Pétur Hjartarson, grænt belti, hefur þjálfað í vetur auk Puja Alempur, grænt belti. Deildin fékk síðan á dögunum til sín í heimsókn til að þjálfa, Jón Levy frá Aftureldingu. Jón er landsliðsmaður í Sparring með svart belti. Davíð Þór Sigurðsson, formaður Hattar, hefur stutt dyggilega við stofnun deildarinnar í gegnum allt ferlið.

Í lok apríl tóku fulltrúar deildarinnar á móti veglegum styrk frá Alcoa Fjarðaáli, en styrkurinn verður nýttur til þess að fjárfesta í grunnbúnaði fyrir deildina. Fyrir nýja deild er þessi styrkur mikilvægur til að byggja undir grunnstoðir starfsins, og á Fjarðaál miklar þakkir skildar.

Iðkendur taekwondo deildar Hattar eru tæplega 40 einstaklingar á öllum aldri. Taekwondo er einstaklingsíþrótt sem er æfð í hóp og styrkir einstaklinginn í því að vilja stöðugt gera betur með líkamsþjálfun og aukinnri færni í tækni íþróttarinnar. Í sumar verða haldnar æfingabúðir þar sem bæði reyndir og nýjir krakkar upp að 12 ára aldri, geta tekið þátt í blöndu TKD og ýmissa leikja og æfinga.

Stofnfundur Taekwondo deildar Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

Minnum á stofnfund Taekwondo deildar Hattar þriðjudaginn 15. maí kl 18 í Hettunni.

Taekwondo æfingabúðir helgina 28. - 29. apríl

  • Skoða sem PDF skjal

Um síðustu helgi voru haldnar æfingabúðir á vegum TKD deild Hattar í salnum í Fellabæ. Jón Levy þjálfari hjá Aftureldingu og landsliðsmaður í Sparring sá um þær. Jón tók einnig að sér þjálfun í vikunni á undan auk þess sem settar voru inn aukaæfingar fyrir alla flokka. Það er ómetanlegt fyrir starfið að fá til okkar svartbelting með mikla reynslu í þjálfun.

Jón Levy byrjar æfingu á því að útskýra mikilvægi þess að raða sér upp og hvernig því er háttað

alt

Uppröðunin er farin að taka á sig mynd.

alt

Í lok æfingar var brugðið á leik. Hér keppa tvö lið í því að komast yfir Amazon fljótið.

alt

You are here