Sumarskóli Hattar 2018

  • Skoða sem PDF skjal

Eftir margar fyrirspurnir höfum við ákveðið að bjóða uppá þrískipta skráningatíma í sumarskólann:

5. júní – 22. Júní
25. júní – 11. Júlí
25.000 kr. tímabilið

Eða heilt tímabil, frá 5. Júní – 11. Júlí á 40.000 kr

Skráning á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og þá fáið þið sendan skráningarseðil til baka sem þið klárið að fylla út.alt

Tilkynningar

  • Landsbankinn framlengir samning sinn við Hött

    Landsbankinn og Íþróttafélagið Höttur hafa ákveðið að framlengja samningi sínum um 1 ár. Núverandi samningur hefur verið í gildi síðastliðin 3 ár.

    Báðir aðilar samningsins eru mjög ánægðir með samstarfið. Samningurinn tekur til deilda félagsins sem bera upp unglinga og barnastarf.

     
  • Flugfélag Íslands gerir styrktarsamning við Hött

    Flugfélag Íslands hefur gert styrktarsamning við Íþróttafélagið Hött til þriggja ára. Samningurinn mun renna styrkari stoðum undir starfsemi Hattar en félagið heldur úti mörgum flokkum sem krefjast ferðalaga innanlands. Samningurinn mun því nýtast félaginu vel en ferðakostnaður er einn stærsti útgjaldaliður margra deilda félagsins.

    Flugfélag Íslands er því komið í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa á undanförnum árum gert langtímasamninga við félagið og með því tryggt öruggari rekstur hinna ýmsu deilda félagsins en í dag eru starfandi 8 deildir innan félagsins. Samningurinn er gerður við aðalstjórn félagsins sem mun síðan vinna frekar með samninginn innan félagsins.

    Það voru Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar og Ingi Þór Guðmundsson, sölu og markaðsstjóri Flugfélag Íslands sem undirrituðu samninginn fyrir hönd félaganna tveggja.

     
You are here