Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Taylor Stafford til Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

Samið hefur verið við Taylor Stafford um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Stafford er 23. ára bandarískur bakvörður sem kemur úr háskólaboltanum þar sem hann lék með WWU Vikings.

Á síðasta ári sínu var Stafford með 24.3 stig, 5.0 fráköst og 3.2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Gert er ráð fyrir því að Stafford komi austur á hérað í byrjun september.

Við bjóðum Taylor Stafford velkominn austur í Egilsstaði.

Hér er hægt að sjá smá myndbrot af Stafford í leikjum með WWU Vikings https://www.youtube.com/watch?v=iLFQbykFRyc&t=1s

alt

Borði
You are here