Íþróttafólk Hattar heiðrað og starfmerki afhend

 • Skoða sem PDF skjal

Er þetta í 29. sinn sem tilfnefning á íþróttamanni Hattar fer fram á þrettándagleði félagsins og Fljótsdalshéraðs.

Starfsmerki Hattar voru veitt í fimmta sinn en þau hljóta einstaklingar sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins til lengri tíma.

Hilmar Gunnlaugsson hlýtur starfsmerki Hattar fyrir vinnu sína í þágu félagsins en hann hefur starfað innan knattspyrnudeildar í mörg ár og var einnig leikmaður félagsins. Hilmar var fyrsti leikmaður Hattar sem spilaði fleiri en 100 leiki fyrir félagið en samtals á hann 154 deildarleiki og skoraði í þeim 43 mörk. Hilmar hefur þá einnig gengt mörgum trúnaðarstörfum fyrir deildina meðal annars formaður, framkvæmdastjóri og haldið utan um fjölmörg önnur verkefni. Hilmar var greinarstjóri knattspyrnu á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum 2011 og situr í íþróttadómstól ÍSÍ.

Ágústa Björnsdóttir hlýtur starfsmerki Hattar fyrir vinnu og stjórnarsetu en hún hefur hún setið í yngri flokkaráði knattspyrnudeildar og  verið virkur þáttakenda í foreldrastarfi ýmissa deilda. Ágústa hefur komið að skipulagi marga viðburða og keppnisferða innan Hattar í gegnum tíðina. Einnig sat hún í stjórn íþróttaskólans sem stofnaður var á sínum tíma sem hélt utan um starf barna frá 6 til 10 ára aldri. Ágústa hefur einnig tekið virkan þátt í landsmótum sem haldin hafa verið á Egilsstöðum en hún var fulltrúi sveitarfélagsins á landsmótinu 2001 og á Unglingalandsmótinu 2011 stýrði hún verðlaunaafhendingum. Ágústa hlaut starfsmerki UÍA árið 2012.

Íþróttamaður Hattar árið 2016 er frjálsíþróttakonan, Helga Jóna Svansdóttir.

Helga Jóna er góður íþróttamaður og flott fyrirmynd fyrir aðra iðkendur. Hún mætir vel á æfinga, kemur vel fram, einbeitt og jákvæð. Hún hefur einnig verið að þjálfa yngri iðkendur.
Helga Jóna varð Íslandsmeistari í þrístökki bæði inni og úti í sínum aldursflokki. Hún varð í 2. Sæti í öllum þremur greinum sem hún keppti í á Unglingalandsmótinu í ár og varð í verðlaunasæti í öllum fjórum greinunum sem hún keppti í á Meistaramóti Íslands 15-22 ára í sumar.

Í öðrum greinum voru eftirtaldir einstakilngar fyrir valinu þetta árið.

Blakmaður : Anna Katrín Svavarsdóttir

Fimleikamaður: Salka Sif Hjarðar

Frjálsíþróttamaður : Helga Jóna Svansdóttir

Knattspyrnumaður : Brynjar Árnason

Körfuboltamaður : Hreinn Gunnar Birgisson

Íþróttafélagið Höttur vill þakka eftirtöldum styrktaraðilum fyrir stuðninginn vegna framkvæmdar þrettándagleði 2017, Brúnas – Innréttingar, Landsbankinn og Hitaveita Egilsstaða og Fella.

Tilkynningar

 • Landsbankinn framlengir samning sinn við Hött

  Landsbankinn og Íþróttafélagið Höttur hafa ákveðið að framlengja samningi sínum um 1 ár. Núverandi samningur hefur verið í gildi síðastliðin 3 ár.

  Báðir aðilar samningsins eru mjög ánægðir með samstarfið. Samningurinn tekur til deilda félagsins sem bera upp unglinga og barnastarf.

   
 • Flugfélag Íslands gerir styrktarsamning við Hött

  Flugfélag Íslands hefur gert styrktarsamning við Íþróttafélagið Hött til þriggja ára. Samningurinn mun renna styrkari stoðum undir starfsemi Hattar en félagið heldur úti mörgum flokkum sem krefjast ferðalaga innanlands. Samningurinn mun því nýtast félaginu vel en ferðakostnaður er einn stærsti útgjaldaliður margra deilda félagsins.

  Flugfélag Íslands er því komið í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa á undanförnum árum gert langtímasamninga við félagið og með því tryggt öruggari rekstur hinna ýmsu deilda félagsins en í dag eru starfandi 8 deildir innan félagsins. Samningurinn er gerður við aðalstjórn félagsins sem mun síðan vinna frekar með samninginn innan félagsins.

  Það voru Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar og Ingi Þór Guðmundsson, sölu og markaðsstjóri Flugfélag Íslands sem undirrituðu samninginn fyrir hönd félaganna tveggja.

   
You are here