Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Tveir naglbítar í íþróttahúsinu

  • Skoða sem PDF skjal

Toppsætiið í 1. deildinni var í boði í kvöld þegar Höttur mætti Fjölni á Egilsstöðum. Leikurinn var jafn allan tímann en Fjölnir komst 7 stigum yfir þegar 5 mín voru til leiksloka. Viðar tók þá leikhlé og okkar menn snéru taflinu við. Fjölnismenn fengu tvær sóknir til að komast yfir í stöðunni 85-84 en Hreinn Gunnar tók frákast eftir seinni sóknina þeirra, brotið á honum og hann innsiglaði sigurinn með því að setja bæði skotin niður á vítalínunni, 87-84. Mirko skoraði mest eða 34 stig. Hann virðist vera eins og gott rauðvín og verður bara betri með aldrinum.

Tölfræði leiksins í kvöld á kki.is: http://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Leikur?league_id=undefined&season_id=93701&game_id=3380949#mbt:6-400$t&0=1

Sl. fimmtudag vann Höttur Breiðablik, einnig á Egilsstöðum, 90-87. Sá leikur var ekki síður spennandi. Við leiddum leikinn lengst af en Breiðablik náði 10 stiga forystu í 4. leikhluta þegar um 6 mín. voru eftir. Við náðum líka að snúa þeim leik á lokamínútunum en Aaron var stigahæstur okkar manna með 37 stig.

Fyrir viku síðan, sunnudaginn 20. nóvember, fengum við okkar fyrsta og eina tap í vetur þegar við heimsóttum Valsara á Hlíðarenda. Sá leikur endaði 86-77. Við byrjuðum leikinn vel en lékum illa í seinni hálfleik og Valsarar gengu á lagið og skiluðu okkur fyrsta tapinu í vetur.

Höttur er efst í deildinni og er eina liðið sem eingöngu hefur tapað einum leik. Fjölnir og Valur hafa tapað tveimur og Breiðablik þremur.

Tveir síðustu heimaleikir Hattar voru sendir út á netinu. Við munum halda því áfram og reyna að bæta þá þjónustu en ágætlega gekk að koma leikjunum í loftið. Góð þjónusta við brottflutta Héraðsbúa en það jafnast þó ekkert á við að upplifa spennuleik og svitalykt í íþróttahúsinu.

Borði
You are here