Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Höttur hefur samið við Aaron Moss

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur hefur samið við bandarískan leikmann að nafni Aaron Walton-Moss til að leika með liðinu á næsta tímabili. Aaron er 185cm hár bakvörður sem lék með Cabrini háskólanum í 3.deild NCAA og útskrifaðist vorið 2015, síðasta vetur spilaði Aaron 12 leiki með Argentino í efstu deild í Argentínu.

Á lokaárinu sínu með Cabrini skólanum skilaði Aaron frábærum tölum, hann skoraði 20.6 stig, tók 11.7 fráköst og gaf 8.8 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Við hlökkum til að fá Aaron Moss til félagsins og er honum ætlað að fylla skarð Tobin Carberry sem hefur samið við Þór frá Þorlákshöfn fyrir næsta vetur. Aaron væntanlegur í Egilsstaði um mánaðarmótin ágúst/september.

alt

Borði
You are here