Hrafnhildur og Hjálmþór veitt starfsmerki Hattar

 • Skoða sem PDF skjal

 Starfsmerki Hattar voru veitt í fjórða sinn en þau hljóta einstaklingar sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins til lengri tíma.

 Hjálmþór Bjarnason hlýtur starfsmerki Hattar fyrir vinnu sína í þágu félagsins en hann hefur starfað innan frjálsíþróttagreinarinnar í mörg ár, gengndi gjaldkerastöðu í frjálsíþróttadeild í rúmlega 6 ár. Hjálmþór hefur einnig tekið þátt sem starfsmaður keppnismóta á Fljótsdalshéraði í mörg ár.

 Hrafnhildur S. Þórarinsdóttir hlýtur starfsmerki Hattar fyrir vinnu og stjórnarsetu en hún hefur meðal annars gegnt formannstöðu hjá fimleikadeild og skíðadeild. Einnig hefur hún setið í yngraflokkaráði knattspyrnudeildar og verið virkur þáttakenda í foreldrastarfi ýmissa deilda. Hrafnhildur hlaut starfsmerki UÍA árið 1999.

 

Tilkynningar

 • Landsbankinn framlengir samning sinn við Hött

  Landsbankinn og Íþróttafélagið Höttur hafa ákveðið að framlengja samningi sínum um 1 ár. Núverandi samningur hefur verið í gildi síðastliðin 3 ár.

  Báðir aðilar samningsins eru mjög ánægðir með samstarfið. Samningurinn tekur til deilda félagsins sem bera upp unglinga og barnastarf.

   
 • Flugfélag Íslands gerir styrktarsamning við Hött

  Flugfélag Íslands hefur gert styrktarsamning við Íþróttafélagið Hött til þriggja ára. Samningurinn mun renna styrkari stoðum undir starfsemi Hattar en félagið heldur úti mörgum flokkum sem krefjast ferðalaga innanlands. Samningurinn mun því nýtast félaginu vel en ferðakostnaður er einn stærsti útgjaldaliður margra deilda félagsins.

  Flugfélag Íslands er því komið í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa á undanförnum árum gert langtímasamninga við félagið og með því tryggt öruggari rekstur hinna ýmsu deilda félagsins en í dag eru starfandi 8 deildir innan félagsins. Samningurinn er gerður við aðalstjórn félagsins sem mun síðan vinna frekar með samninginn innan félagsins.

  Það voru Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar og Ingi Þór Guðmundsson, sölu og markaðsstjóri Flugfélag Íslands sem undirrituðu samninginn fyrir hönd félaganna tveggja.

   
You are here