Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Körfuboltatímabilið hafið

  • Skoða sem PDF skjal

alt
alt

Körfuboltalið Hattar vann 1. deildina eftirminnilega á síðustu leiktíð og þar með sæti í Úrvalsdeild á þessu tímabili. Liðið hefur æft vel í sumar en nú fer alvaran að byrja. Höttur tekur þátt í Fyrirtækjabikarnum sem er nokkurskonar undirbúningsmót sem leikið er í heilu lagi áður en Íslandsmótið hefst. Höttur spilaði fyrsta leik sinn í kvöld í Fyrirtækjabikarnum gegn Fjölni og vann sannfærandi sigur, 96 - 79. Tobin skoraði mest í kvöld, 35 stig. Fjöldi áhorfenda mætti á leikinn og studdi liðið, sem gefur góð fyrirheit fyrir tímabilið. Næsti leikur er á laugardaginn kl. 16, gegn Þór A. í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Höttur er einnig í riðli með Stjörnunni og Haukum og spilar gegn þeim 25. og 27. september fyrir sunnan. Fyrsti leikur Hattar í Úrvalsdeild verður 16. október gegn Njarðvík í Njarðvík.

Borði
You are here