Bakhjarlar Hattar eru eftirfarandi fyrirtæki.

 


 

 

 

 

Í júní 2011 undirritaði Arnar Páll Guðmundsson, útibússtjóri Landsbankans á Egilsstöðum samstarfssamning við Hött. Með samningnum  verður Landsbankinn einn af aðalstyrktaraðilum unglinga og barnastarfs Hattar en þetta er fyrst samningur þessarar gerðar milli félaganna tveggja. Landsbankinn hefur aftur á móti stutt við verkefni deilda innan Hattar síðustu árin.


 netto_logo

 

Í maí 2011 undirritaði Ómar Valdimarsson framkvæmdastjóri Samkaupa samstarfssamning milli Hattar og Samskaupa. Samningur þessi er til 3 ára og rennur sterkum stoðum undir fjárhagslegan stöðuleika hjá Hetti en yfir 500 börn og unglingar stunda sína íþrótt hjá þeim 6 deildum sem haldið er úti hjá íþróttafélaginu. Þetta er áframhaldandi viljayfirlýsing Samkaupa að styðja við nærsamfélagið en félagið hefur styrkt Hött síðastliðinn 3 ár og því áframhaldandi samstarf tryggt næstu 3 árin. Samningurinn var endurnýjaður til 1 árs árið 2014.

 


flugfelag islands

 

 Í nóvember 2012 undirritaði Ingi Þór Guðmundsson, sölu og markaðsstjóri Flugfélag Íslands og Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar samstarfssamning milli félaganna tveggja. Samningurinn er til 3 ára og mun Flugfélag Íslands styðja við félagið með framlagi sínu vegna ferðalaga innanlands. Samningurinn er mjög mikilvægur sérstaklega í því ljósi að Íþróttafélagið heldur úti flokkum sem krefjast mikilla keppnisferðalaga.

 


bdfaafjacj-litid

 Sumarið 2013 undirritaði Hlynur Ragnarsson, sölustjóri Atlantsolíu og Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar samstarfssamning milli félaganna tveggja. Samningurinn er til þriggja ára og munu félagsmenn og velunnarar Hattar geta notið sérkjara í gegnum hinn svokallaða Hattarlykil hjá Atlantsolíu.

  • 6 kr. afsláttur pr. lítra  á öllum sjálfsafgreiðslustöðvum Atlantsolíu.
  • 2 kr. af hverjum  lítra rennur auk þess  til  Hattar.
  • 15 kr. afsláttur pr. lítra á afmælisdegi dælulykilshafa.*
  • A.m.k. 7 kr. afsláttur pr. lítra á Atlantsolíudegi.*
  • 15 – 25% afsláttur hjá samstarfsaðilum Atlantsolíu sem bjóða upp á bílatengdar vörur og þjónustu.

(Sjá nánar á www.atlantsolia.is)

*Ath. afslátturinn bætist ekki ofan á önnur tilboð eða tilboðsdaga.


Sækja þarf um dælulykil eða uppfæra dælulykil: HÉR

 

You are here